Loftárásir á Rafah

Ísraelar héldu uppi nánast stanslausum loftárásum á landamærabæinn Rafah á Gaza-svæðinu í dag. Markmiðið var að eyðileggja fjölmörg göng Palestínumanna yfir til Egyptalands. Myndatökumaður Reuters náði góðum myndum af öflugum sprengingum Ísraela.

Á átjánda degi árásanna er tala látinna að nálgast eitt þúsund, og hafa á fimmta þúsund manns særst í átökunum. Yfir sjötíu manns hafa látist það sem af er degi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert