Barak biðst afsökunar á árás

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur beðið Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna afsökunar á  sprengjuárás Ísraelsmanna á höfuðstöðvar Flóttamannastofnunar SÞ í Gasasborg í morgun. Ban fordæmdi árásina í morgun og krafðist rannsóknar á henni. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Þúsundir Palestínumanna flýja nú heimili sín í borginni en Palestínumenn segja rúmlega þúsund manns hafa látið lífið í þriggja vikna hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasasvæðinu .

Ban, sem er staddur í Ísrael, segir Barak hafa beðist afsökunar og sagt árásina mistök sem tekin væru mjög alvarlega. Palestínskur starfsmaður stofnunarinnar var skotinn til bana við Erez landamærastöðina á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins í morgun. Segir talsmaður stofnunarinnar hann hafa ekið bíl sem var greinilega merktur stofnuninni og að atvikið hafi átt sér stað er landamærin voru opnuð í stutta stund til að hleypa matvælum og hjálpargögnum inn á Gasasvæðið. 

Tugir létu lífið er Ísraelsher gerði í síðustu viku loftárás á stúlknaskóla Sameinuðu þjóðanna í Jabalya, þar sem almennum borgurum hafði verið ráðlagt að leita skjóls. Eftir atvikið staðhæfði Ísraelsher að skotið hafi verið á ísraelska hermenn frá skólanum og að lík herskárra Palestínumanna hefðu fundist í honum að árásinni lokinni. Nokkrum dögum síðar greindu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna frá því að Ísraelar hafi viðurkennt að ekki hafi verið rétt að skotið hafi verið frá skólanum.

Palestínumenn standa í rústum húss í Gasasborg sem Ísraelsher gerði ...
Palestínumenn standa í rústum húss í Gasasborg sem Ísraelsher gerði loftárás á. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Borðstofuborð og 6 stk stólar með pullum.
Borðstofuborð með snúningsplötu b 150 og 6 stk stólar með pullum 38%afsl k...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...