4.000 byggingar ónýtar á Gasa

Palestínumenn eru nú fyrst farnir að hætta sér út og …
Palestínumenn eru nú fyrst farnir að hætta sér út og skoða skemmdirnar á Gasasvæðinu. AP

Palestínumenn segja 4.000 byggingar á Gasasvæðinu ónýtar eftir árásir Ísraela á undanförnum þremur vikum og 20.000 til viðbótar mikið skemmdar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

John Ging, verkefnastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna vegna Palestínu, segir hálfa milljón manna hafa verið án rennandi vatns undanfarnar þrjár vikur og að einnig hafi víða verið rafmagnslaust á svæðinu.  „Við eigum mikið endurreisnarstarf fyrir höndum en það mun ekki verða mögulegt, fyrr en við förum að fá birgðasendingar, fyrr en landamærin verða opnuð,” segir hann.

Palestínumenn segja að minnsta kosti 1.300 Palestínumenn hafa látið lífið í árásum Ísraela og átökum við þá. ´

Ísraelar lýstu yfir einhliða vopnahléi á laugardag og á sunnudag lýstu Hamas-samtökin, sem ráða Gasasvæðinu yfir viku vopnahléi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert