Skóm rigndi yfir Hvíta húsið

Tugum skópara var kastað í áttina að Hvíta húsinu í …
Tugum skópara var kastað í áttina að Hvíta húsinu í dag. Reuters

Andstæðingar Íraksstríðsins söfnuðust saman fyrir framan hlið Hvíta hússins í Washington og köstuðum skóm í áttina að húsinu. Þeir mótmæltu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, sem lætur af störfum á morgun.

Um 500 manns gengu að Hvíta húsinu og köstuðu um það bil 40 skópörum í áttina að húsinu á meðan ferðamenn smelltu af nokkrum ljósmyndum.

Mótmælendurnir sögðust vilja sýna samstöðu með íraska fréttamanninum Muntadhar al-Zeidi, sem kastaði skóm í áttina að Bush á blaðamannafundi í Bagdad í síðasta mánuði.

Friðarmiðstöð Washington, samtökin Fyrrum hermenn gegn stríðinu og önnur samtök stóðu fyrir uppákomunni.

Jamilla El-Shafei, sem sá um að skipuleggja mótmælin, segir að mótmælendum hafi gefist tækifæri til að fá útrás fyrir reiðina í garð Bush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert