Fosfórárásir rannsakaðar

Palestinsk börn leika sér að brennandi fosfórflugskeyti á götu í …
Palestinsk börn leika sér að brennandi fosfórflugskeyti á götu í Beit Lahiya en eldur logar einstaklega lengi í fosfór. AP

Ísraelsher hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort fosfórsprengjum hafi verið beitt á óviðeigandi hátt á meðan á þriggja vikna hernaðaraðgerðum þeirra á Gasasvæðinu stóð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Samkvæmt upplýsingum hersins er eitt tilvik til rannsóknar þar sem fallhlífasveit hersins skaut tuttugu flugskeytum, hlöðnum fosfór, á þéttbýlt svæðið.   

Samkvæmt upplýsingum háttsetts heimildarmanns innan Ísraelsher var tvenns konar fosfórvopnum beitt í hernaðaraðgerðunum.

Annars vegar var um að ræða reyksprengjur, sem hann segir innihalda sáralítið magn fosfórs, og hins vegar flugskeyti, sem hlaðin eru mun meira magni fosfórs.

Um 200 slíkum flugskeytum var skotið í tveimur tilvikum í aðgerðunum og snýst rannsóknin um annað þeirra tilfella. Segir heimildarmaðurinn að 180 flugskeytanna hafi verið skotið í öðru tilfellanna við aðstæður sem réttlættu beitingu slíkra vopna. 

Í hinu tilfellinu var um tuttugu slíkum flugskeytum skotið á þéttbýlt svæði í  Beit Lahiya. Hefur sú árás verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavettvangi.

Yfirmaður fallhlífaherdeildarinnar sem í hlut á segir hins vegar að einungis hafi verið skotið á skotmörk sem staðfest hafi verið að skotið hafi verið frá.

Palestínumaðurinn Akram Abu Roka hlaut alvarleg brunasár er fosfórsprengja sprakk …
Palestínumaðurinn Akram Abu Roka hlaut alvarleg brunasár er fosfórsprengja sprakk nálægt honum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert