Óveður kostar 1,4 milljarða evra

Frá veðurofsanum í S-Frakklandi 24. janúar
Frá veðurofsanum í S-Frakklandi 24. janúar Reuters

Tjón vegna óveðursins sem geisaði í nýverið í suðurhluta Evrópu nemur 1,4 milljörðum evra í Frakklandi, samkvæmt upplýsingum frá frönskum tryggingafélögum. Alls létust 26 í suðurhluta álfunnar í óveðrinu. Lýst var yfir neyðarástandi í suðurhluta Frakklands þegar veðrið gekk yfir þann 24. janúar sl. Í gær voru 15 þúsund heimili enn án rafmagns.

Talið er að 400-600 þúsund hús í Frakklandi hafi skemmst í óveðrinu og 1,7 milljónir heimila voru án rafmagns. Er veðrið það versta sem gengið hefur yfir Spán og Frakkland í áratug.

Öldugangur í S-Frakklandi
Öldugangur í S-Frakklandi Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert