Rússar leyfa bandarískt yfirflug

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. Reuters

Utanríkisráðherra Rússlands segir, að stjórnvöld í Moskvu muni fallast á ósk Bandaríkjamanna að fá að fljúga yfir rússneskt yfirráðasvæði með hergögn til Afganistan.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, sagði í sjónvarpsviðtali í morgun að bandarísk stjórnvöld hafi borið fram þessa ósk fyrir nokkrum dögum og Rússar hefðu fallist á hana. Þeir biðu nú eftir nánari upplýsingum frá Bandaríkjamönnum um flutningana.

Stjórn Kírgístan ákvað í vikunni að hætta að leyfa Bandaríkjaher að nota herflugvöll þar í landi til birgðaflutninga til Afganistan. Var sú ákvörðun tekin eftir að Rússar veittu Kírgistan 2 milljarða dala lán og þróunaraðstoð en stjórnvöld í Kírgistan vísa því á bug að málin tengist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert