Flugvellinum í Ósló lokað

Allt flug liggur niðri um Gardermoen flugvöll vegna snjókomu
Allt flug liggur niðri um Gardermoen flugvöll vegna snjókomu Reuters

Gardermoen flugvellinum við Ósló hefur verið lokað vegna snjókomu og hálku á flugbrautum. Var vellinum lokað rétt fyrir klukkan 19 að norskum tíma og hefur öllum flugvélum sem áttu að lenda á vellinum verið vísað á aðra flugvelli. Alls áttu 26 flugvélar að fara frá vellinum í kvöld og 17 að lenda.

Upplýsingafulltrúi flugvallarins, Jo Kobro, segir í samtali við  Aftenposten.no að ekki hafi verið hægt annað en að loka vellinum vegna snjókomunnar enda ekki þorandi að láta flugvélar lenda þar við þær aðstæður sem nú eru á flugbrautum vallarins. Ekki liggur fyrir hvenær verður hægt að opna flugvöllinn á ný en mögulegt sé að það verði ekki fyrr en í fyrramálið.


Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni.
Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni. Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert