Eftirlýstur auðkýfingur fundinn

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur haft hendur í hári Sir Allen Stanford, sem hefur verið ákærður fyrir fjársvik af bandaríska fjármálaeftirlitinu. Talið er að Stanford, sem er frá Texas í Bandaríkjunum, hafi stjórnað umfangsmikilli svikamyllu fyrir um 8 milljarða Bandaríkjadala.

Bandarísk yfirvöld hafa þegar lokað bönkum Stanfords, Stanford Investment Bank, og gert eigur þeirra upptækar. Stanford hvarf af sjónarsviðinu á þriðjudag þegar ákæra á hendur honum var gefin út.  Að sögn talsmanns FBI fannst Stanford í dag í Fredericksburg í Virginíuríki, þar sem honum var rétt ákæra. Hann hefur ekki enn verið handtekinn.

Allen Stanford.
Allen Stanford. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka