Locke líklegur viðskiptaráðherra

Gary Locke.
Gary Locke.

Líklegt þykir að Barack Obama Bandaríkjaforseti útnefni Gary Locke í embætti viðskiptaráðherra á næstu dögum. Útnefningin yrði söguleg enda er Locke fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að gegna embætti ríkisstjóra vestanahfs.

Allt er þá er þrennt er segir máltækið og myndi skipun Locke binda endi á vandræði vegna ráðherrastöðunnar sem demókratinn Bill Richardson og repúblikaninn Judd Gregg hurfu báðir frá.

Locke var ríkisstjóri í tvö kjörtímabil á árunum 1997 til 2005 og gerði þá ýmsa viðskiptasamninga við Kínverja fyrir hönd ríkisins.

Tengsl hans við Kína eru talin mundu verða styrkur hans í embætti, enda verður viðskiptasamband þessa fjölmennasta ríkis heims við Bandaríkin sífellt nánara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert