Fyrrum forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun

Fyrrum forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir kynferðisbrot, þar á meðal nauðgun á fyrrum starfsmanni sínum, samkvæmt upplýsingum frá ísraelska dómsmálaráðuneytinu. Katsav féllst á að láta af embætti og játa á sig kynferðislega áreitni árið 2007 gegn því að nauðgunarákærur gegn honum yrðu látnar niður falla og að tryggt yrði að hann hlyti einungis skilorðsbundinn dóm vegna þeirra atriða sem hann játaði á sig.

Í apríl í fyrra ákvað hann að falla frá samkomulaginu. Sagði lögmaður hans þá að Katsav vilja hreinsa nafn sitt en réttarhöldin yfir honum verða fyrstu réttarhöldin yfir fyrrum forseta Ísraelsríkis. „Katsav segir mér að hann geti ekki játað á sig glæpi sem hann framdi ekki,” sagði lögmaður hans „Sönnunargögnin muni sýna fram á sakleysi hans."

Forsetinn fyrrverandi hefur sakað fjölmiðla í landinu um að standa fyrir pólitískum nornaveiðum gegn sér. Hámarskrefsin við nauðgunarbrotum í Ísrael er 16 ára fangelsisvist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert