Þyrla hrapaði í hafið við Nýfundnaland

Þyrla hrapaði í hafið skammt undan strönd Nýfundnalands. Fram kemur á fréttavef BBC að 18 hafi verið um borð í vélinni. Björgunaraðgerðir eru hafnar, en að sögn kanadísku strandgæslunnar hafa björgunarsveitarmenn þegar komið auga á tvo þyrlufarþega í sjónum.

Þyrlan er sögð hafa verið að fljúga með verkamenn á olíuborpallinn á Hibernia olíuvinnslusvæðinu.

Herkúles herflugvél og fjórar Cormorant björgunarþyrlur hafa verið sendar á staðinn. Þá eru skip strandgæslunnar á leiðinni.

Nokkuð hvasst er á þessum slóðum og ölduhæðin er á bilinu tveir til þrír metrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert