Átta ára grunaðir um nauðgun

Nauðgari í hópnum! er ekki það fyrsta sem manni dettur …
Nauðgari í hópnum! er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar fylgst er með börnum. Reuters

Tveir átta ára strákar á Skáni í Svíþjóð eru grunaðir um að hafa nauðgað skólafélaga sínum. Hefur saksóknari í Malmö ákveðið að láta rannsaka málið en áður hafði því verið vísað frá.

 Foreldrar fórnarlambsins höfðu samband við skólastjórann í janúar en meint nauðgun á að hafa verið framin í ágúst í fyrra. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, lýsir hneykslun sinni á aðgerðum saksóknarans, Peters Herttings, og segir að um alger ,,fíflalæti" sé að ræða. Mál barna heyri ekki undir lögreglu og réttarkerfið heldur félagsmálayfirvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert