Varað við hryðjuverkaárás í Tyrklandi

Frá Istanbul í Tyrklandi
Frá Istanbul í Tyrklandi Reuters

Tyrkneska lögreglan hefur fengið ábendingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) um að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaida séu jafnvel að undirbúa árás á útlendinga í Tyrklandi, samkvæmt frétt tyrkneska dagblaðsins Milliyet í dag. Talsmaður lögreglu vildi hvorki staðfesta eða neita því hvort fréttin væri rétt.

Samkvæmt Milliyet eiga fimmtán liðsmenn al-Qaida, þar á meðal Líbanar, Palestínumenn, Marokkóar og Sýrlendingar, að hafa komið inn í landið frá Sýrlandi í janúar eða febrúar. Mennirnir eru allir þjálfaðir í sprengiefnagerð.

Jafnfram hafi meintur hryðjuverkamaður komið frá Noregi til þess að gera árás á bandarískar eða ísraelskar flugvélar. 

Samkvæmt heimildum Milliyet eiga yfirmenn al-Qaida að hafa ákveðið á fundi sínum nýverið í Pakistan að beina spjótum sínum að Tyrklandi og norðurhluta Afganistan.  

Tyrknesku hópur innan vébanda al-Qaida er talinn bera ábyrgð á fjórum sjálfsvígsárásum í Istanbul í nóvember 2003 en árásirnar eru þær mannskæðustu í Tyrklandi hingað til en alls létust 63 í árásunum. Sjö voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir árásirnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert