Hefði viljað hjálpa fólkinu

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist sjá eftir því að peningarnir sem fóru í tilraunir með loftskeyti og gervitungl um sl. helgi, hafi ekki farið í að hjálpa fólkinu í landinu. Hins vegar telur hann að fólkið fyrirgefi honum, í ljósi þess að allt gekk að óskum og skotið hafi verið „sögulegt“.

Þetta kemur fram í einu af mörgum dagblöðum ríkisstjórnarinnar í Norður-Kóreu, Rodong Sinmun, í dag. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist hart tilraunum Norður-Kóreu með skot langdregna flauga, sem mögulega gætu borið kjarnaodda, og sagt þau í trássi í alþjóðlegar skuldbindingar. Aðgerða hefur veri krafist og kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman í kjölfar aðgerða Norður-Kóreu. Sérstaklega gætir mikillar spennu hjá nágrannaríkjum Norður-Kóreu, Japan og Suður-Kóreu, sem telja öryggi sínu ógnað.

Að mati greinenda í Suðu-Kóreu, sem AFP-fréttastofan ræddi við, er kostnaðurinn við tilraunirnar um sl. helgina talinn vera um 500 milljónir dollara eða sem nemur um 60 milljörðum króna. 

Kim Jong-Il segist hafa viljað nota peningana til að hjálpa …
Kim Jong-Il segist hafa viljað nota peningana til að hjálpa fólkinu í landinu, en telur að það fyrirgefi notkun þeirra í tilraunir með loftskeyti og langdregnar flaugar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka