Lítill áhugi á Evrópuþingskosningum í Svíþjóð

Höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Strassbourg í Frakklandi
Höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Strassbourg í Frakklandi AP

Alls ætla 48% sænskra kjósenda að taka þátt í kosningu til Evrópuþingsins þann 7. júní nk., samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Sifo vann fyrir sænska útvarpið. 52% ætla að sitja heima á kjördag. 64% aðspurðra hefur engan eða lítinn áhuga á kosningunum. Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1995.

Árið 2004 var kjörsóknin einungis 37,8% í Svíþjóð er fulltrúar landsins til Evrópuþingsins voru valdir. Er þetta mun minni kosningaþátttaka heldur en í almennum þingkosningum í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert