Bandaríkjamaður á hryðjuverkalista FBI

Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð ætla að setja bandarískan hryðjuverkamann á „Most Wanted" lista sinn yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn. Einungis einn bandarískur ríkisborgari Adam Yahiye Gadahn er á listanum en hann er talinn starfa með al-Qaida í Pakistan.

Maðurinn, Daniel Andreas San Diego, er 31 árs tölvunarfræðingur sem sakaður er um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði á tveimur skrifstofum í Kaliforníu árið 2003. 

San Diego er ákafur dýraverndunarsinni og í kjölfar árásanna voru yfirlýsingar sendar fjölmiðlum þar sem fram kom að þær hefðu verið framdar til að hefna illrar meðferðar á tilraunadýrum. Hann mun bera húðflúr með áletruninni: „Það þarf bara neista” en talið er líklegt að hann hafi dvalið á Costa Rica að undanförnu. 

San Diego er 24. einstaklingurinn á hryðjuverkalista FBI en töluvert hefur verið rætt um hættuna á hryðjuverkum heimamanna í Bandaríkjunum að undanförnu og þá sérstaklega hættuna á því að uppgjafarhermenn gangi til liðs við öfgasamtök eða fremji hryðjuverk upp á eigin spýtur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert