Kínamúrinn lengri en talið var

Kínamúrinn er stærri en áður var talið, að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Rannsakendur hafa notast við GPS-staðsetningartæki og annað búnað til að færa sönnur á að múrinn hafi í reynd verið 9.000 km langur þegar mest var en ekki 6.000 km.

Var múrinn mestur á tímum Ming-keisaraættarinnar.

Rannsóknin hefur tekið um tvö ár en í henni kemur fram að hinn eiginlegi múr hafi verið ríflega 6.000 km, náttúrulegir farartálmar á leið hans yfir 2.000 km og skotgrafir og skurðir um 300 km langar. 

Upplýsingarnar eru taldar afar mikilvægar þar sem þær muni gagnast við verndun þess sem eftir er af múrnum en hátt í þriðjungur hans er nú horfinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert