Flensan komin til Bretlands

Maður verst flensunni í Mexíkó.
Maður verst flensunni í Mexíkó. Reuters

Tilfelli svínaflensu greinast í sífellt fleiri löndum og í kvöld greindu bresk stjórnvöld frá að í Skotlandi hefðu tveir greinst með flensuna. Fólkið hafði verið á ferð í Mexíkó en þetta er fyrsta tilfelli flensunnar í Bretlandi, fólkið mun vera á batavegi. Þá hafði Suður-kóreiska fréttastofan Yonhap eftir ónafngreindum embættismanni að eitt tilfelli flensunnar hefði greinst þar í landi.

Bresk yfirvöld hafa ráðið fólki frá því að ferðast til Mexíkó að óþörfu eftir að tilfellin komu upp í Skotlandi. Sjö aðrir hafa greinst með væg einkenni sem ekki hafa verið staðfest sem svínaflensu og voru þeir sendir heim með lyf. Fyrsta tilfelli svínaflensunnar í Evrópu var á Spáni en þar greindist einn maður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert