Vilja banna flug til Mexíkó

Frakkar ætla að fara fram á það við framkvæmdastjórn Evrópusambandinu, að flugferðir frá Evrópu til Mexíkó verði bannaðar meðan svínaflensufaraldurinn geisar þar í landi. 

Sænska sóttvarnarlæknisembættið ráðlagði í morgun Svíum að forðast öll ónauðsynleg ferðalög til Mexíkó til að  reyna að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn berist til Svíþjóðar. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert