Yfir 100 létust í loftárás

Bandarískur landgönguliði í Afganistan.
Bandarískur landgönguliði í Afganistan. Reuters

Afganskur lögreglustjóri sagði, að rannsókn hefði leitt í ljós að yfir 100 óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í loftárásum Bandaríkjamanna í vesturhluta Afganistans í fyrrinótt. 

Abdul Ghafar Watandar, lögreglustjóri í Farah, sagði við AFP að þessar upplýsingar byggðust á skýrslum, sem félagar í Alþjóðanefnd Rauða krossins og heimamenn hefðu skrifað eftir að hafa farið í þorp á svæðinu til að rannsaka hvort fréttir um mannfall ættu við rök að styðjast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert