Herir í viðbragðsstöðu á Kóreuskaga

Spennan á Kóreuskaga vex hratt.
Spennan á Kóreuskaga vex hratt. YONHAP

Suður-Kórea og Bandaríkin hafa skipað hersveitum sínum í viðbragðsstöðu á Kóreuskaga þar sem Norður-Kórea hefur lýst því yfir að hálfrar aldar vopnahléi sé lokið af þeirra hálfu og varað við mögulegri árás.

Varnarmálaráðuneytið í Seoul hefur sagt að  land- og loftherir landsins fylgist naugið með landamærunum að Norður-Kóreu eftir að því var lýsti yfir í Pyongyang að vopnahléið sem ritað var undir árið 1953, en þá lauk Kóreustríðinu,  væri ekki lengur í gildi.

Spenna hefur aukist gríðarlega síðan á mánudag þegar Noruður-Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Talið er að sprengjan sé um fjórum sinnum öflugri en sú sem þeir sprengdu árið 2006.

Bandaríkjamenn lögðu í gær áherslu á ákvörðun sína um að verja Japan og Suður-Kóreu gegn því sem þeir kölluðu „norður-kóreskt vopnabrölt“.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um harðara viðskiptabann gegn Pyongyang.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst yfir að Bandaríkin muni ætíð verja Suður-Kóreu og Japan. 28.500 bandarískri hermenn eru í Suður-Kóreu.

Þetta er í 5. sinn á fimmtán árum sem Norður-Kórea hótar að enda vopnahléð, að því er segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hobby hjólhýsi
Hobby - hjólhýsi DE LUXE 460 LU 2016, sólarsellan 100W., A- Class, gaskútar, grj...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Óska eftir tilboði -7 sæta Peugeot 807
Til sölu ágætur Peugot 807 2,0 7 sæta, sjsk strumpari. Hann er skoðaður 2018, ...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...