Kínverjar vara Evrópuþjóðir við því að funda með Dalai Lama

Dalai Lama er kominn til Hollands.
Dalai Lama er kominn til Hollands. Kristinn Ingvarsson

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta fór til Hollands eftir dvöl sína hér á landi. Hann mun dvelja í þrjá daga í Hollandi og sagðist hann ekki harma það að Jan Peter Balkenende, hollenski forsætisráðherrann hafi ekki séð sér fært að funda með honum. „Heimsókn mín er ekki af pólitískum toga," sagði hann við fréttamenn á Schiphol-flugvelli.

„Spyrjið hann," mun hafa verið svar hlæjandi Dalai Lama þegar blaðamenn spurðu hvort hann teldi að Balkenende hefði látið undan þrýstingi kínverskra yfirvalda.

AFP fréttastofan segir að kínversk yfirvöld hafi varað stjórnir Evrópulanda við því að veita Dalai Lama móttökur á för hans um Evrópu og hafi hótað því að slíkt myndi hafa slæm áhrif á samskiptin við Peking.

Kínverski sendiherrann í Hollandi hefur einnig ritað hollenska þinginu bréf þar sem fyrirhuguðum fundi ráðherra með Dalai Lama er mótmælt. Áætlað er að sá fundur verði á föstudaginn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert