Nýtt tilfelli svínaflensu í Danmörku

Heilbrigðisyfirvöld um allan heim eru á varðbergi vegna svínaflensunnar.
Heilbrigðisyfirvöld um allan heim eru á varðbergi vegna svínaflensunnar. Reuters

Nýtt tilfelli svínaflensu hefur greinst í Danmörku og eru staðfest tilfelli svínaflensu þar í landi orðin fimm talsins, að því er fram kemur á vefútgáfu Berlingske tidende.

Hinn smitaði kom nýlega heim til Danmerkur með flugi frá París eftir að hafa verið á ferðalagi um Argentínu. Hann er með almenn flensueinkenni og er haldið í einangrun, að því er dönsk heilbrigðisyfirvöld herma.

Segir í fréttinni að yfirvöld telji þó ekki að almenningur þurfi að óttast veikina enda hafi tilfelli utan Mexíkó reynst fremur mild, í samanburði við hefðbundna vetrarflensu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert