65 ár frá Normandí

Stephen Harper (h) forsætisráðherra Kanada ásamt Phil LeBreton, 88, gömlum …
Stephen Harper (h) forsætisráðherra Kanada ásamt Phil LeBreton, 88, gömlum kanadískum uppgjafahermanni. Reuters

65 ár eru liðin frá innrásinni í Normandí og munu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Kanada minnast dagsins ásamt hundraða roskinna hermanna úr heimsstyrjöldinni síðari. Á annað hundrað þúsund hermanna úr liði bandamanna gengu á land í Normandí þennan dag fyrir 65 árum.

Mannfall var gríðarlega mikið, bæði úr röðum bandamanna sem Þjóðverja.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kom til Frakklands í morgun og mun flytja ræðu við Omaha-strönd þar sem mannfallið var hvað mest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert