Vinstriflokkum refsað í Evrópu

Meðlimir Evrópuþingsins og fjölmiðlar bíða úrslita kosninganna í Brussel.
Meðlimir Evrópuþingsins og fjölmiðlar bíða úrslita kosninganna í Brussel. FRANCOIS LENOIR

Mið- og hægri flokkar unnu á í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Þeir eru sem fyrr stærsta fylkingin á Evrópuþinginu í Strassborg.  Á sama tíma guldu sósíalískir flokkar mikið afhroð og allt útlit fyrir sögulegan ósigur breska Verkamannaflokksins, þýska sósíaldemókrataflokksins sem og franska sósíalískaflokksins.

Kjörsókn var aðeins rúmlega 43% og hefur aldrei verið lélegri í sögu þingsins. Árið 1979 var kjörsókn 62% og hefur aldrei mælst meiri, en síðan þá hefur hún jafnt og þétt minnkað. Árið 1984 var kjörsókn 59%, 1989 var hún 58%, 1994 var hún 57%, 1999 var hún 50% og 45% fyrir fimm árum eða 2004. 

Allt bendir til þess að Jose Manuel Barrosso verði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins annað kjörtímabilið í röð og getur hann þakkað það góðu gengi mið- og hægri flokka í kosningunum. 

Nokkra athygli vekur gott gengi jaðarhópa, þeirra á meðal græningjar og herskáir hægrimenn. Þannig bættu öfgahægriflokkar við sig þingsætum í Hollandi, Austurríki, Danmörku, Slóvakíu, Ungverjalandi og Bretlandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert