Karlmaður fæðir annað barn

Thomas Beatie er hann gekk með fyrsta barn sitt.
Thomas Beatie er hann gekk með fyrsta barn sitt.

Thomas Beatie, sem fæddist kona en hefur gengist undir leiðréttingu á kyni sínu, hefur nú eignast sitt annað barn. Myndir af Beatie, skeggjuðum með óléttumaga, sem birtust á síðasta ári vöktu mikla athygli og umtal en hann eignaðist barn á síðasta ári ásamt eiginkonu sinni.

Eiginkona Thomas, Nancy, mun sjá um að gefa barninu brjóst rétt eins og hún gerði með fyrra barn þeirra. „Það er hvorki karlkyns né kvenkyns þörf að vilja eignast barn. Það er mannleg þörf. Ég er manneskja og hef rétt til þess að eignast mitt eigið barn,“ segir Beatie.

Thomas Beatie var kallaður „ólétti karlinn“ eftir að hann kom fram í þætti Opruh Winfrey í fyrra til að ræða þungunina.  Hann fæddist kona og hefur látið fjarlægja brjóst sín og tekið karlhormóna árum saman en haldið kvenkynfærum sínum. Hann er því karl í lagalegum skilningi þrátt fyrir að hann hafi innri líffæri konu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert