Biden: Viðræður ekki verðlaun

Frá fjölfafundi stuðningsmanna Ahmadinejad í Teheran í dag.
Frá fjölfafundi stuðningsmanna Ahmadinejad í Teheran í dag. Reuters

Joe Biden, varsforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að mikill efi sé uppi varðandi úrslit forsetakosninganna í Íran á föstudag. Tilkynnt var í gær að Mahmoud Ahmedinejad hefði verið endurkjörinn forseti með 63% atkvæða.

 „Það eru margar spurningar uppi um það hvernig kosningarnar voru framkvæmdar," sagði hann í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. „Við bíðum átekta. Við höfum ekki nógu miklar staðfestar upplýsingar til að dæma nokkuð."

Biden vísaði því á bug að sigur Ahmedinejad útiloki samningaviðræður á milli yfirvalda í Bandaríkjunum og Íran. „Viðræður við Írana eru ekki verðlaun fyrir góða hegðun. Þær væru einungis afleiðing þess að forsetinn mæti það svo að það væru hagsmunir bandarísku þjóðarinnar að eiga viðræður við yfirvöld í Íran," sagði hann.

„Hagmunir okkar eru þeir sömu fyrir og eftir kosningarnar. Við viljum að þeir hætti að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hætti stuðningi sínum við hryðjuverkastarfsemi. Við munum ekki leyfa Írönum að kjarnorkuvæðast ekki fremur en heimurinn mun leyfa Írönum að kjarnorkuvæðast."  

Mahmoud Ahmedinejad forseti Írans á fundinum í dag.
Mahmoud Ahmedinejad forseti Írans á fundinum í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert