Bandarískur þingmaður viðurkennir framhjáhald

John Ensign.
John Ensign.

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John Ensign viðurkenndi í kvöld að hafa átt í ástarsambandi við konu í starfsliði sínu. Ensign, sem er þingmaður Repúblikanaflokksins í Nevada, segir í yfirlýsingu að hann iðrist gerða sinna mjög.

Starfsmaður á skrifstofu Ensigns sagði, að þetta hefði gerst á tímabilinu frá desember 2007 til ágúst 2008. Um væri að ræða konu, sem var gift starfsmanni á skrifstofu Ensigns í öldungadeildinni. Þau hættu bæði störfum fyrir þingmanninn í maí á síðasta ári. 

„Ég veit að ég hef valdið eiginkonu minni, fjölskyldu, starfsmönnum og íbúum Nevada miklum sársauka og vonbrigðum en þau trúðu á mig ekki aðeins sem þingmann heldur einnig sem manneskju," sagði Ensign í yfirlýsingunni. 

Ensign hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 2000 og áhrifamaður þar. Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á feril hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.n...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, bandið orðið mjög lúið, tilvalið verkefni fyri...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...