Bandarískur þingmaður viðurkennir framhjáhald

John Ensign.
John Ensign.

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John Ensign viðurkenndi í kvöld að hafa átt í ástarsambandi við konu í starfsliði sínu. Ensign, sem er þingmaður Repúblikanaflokksins í Nevada, segir í yfirlýsingu að hann iðrist gerða sinna mjög.

Starfsmaður á skrifstofu Ensigns sagði, að þetta hefði gerst á tímabilinu frá desember 2007 til ágúst 2008. Um væri að ræða konu, sem var gift starfsmanni á skrifstofu Ensigns í öldungadeildinni. Þau hættu bæði störfum fyrir þingmanninn í maí á síðasta ári. 

„Ég veit að ég hef valdið eiginkonu minni, fjölskyldu, starfsmönnum og íbúum Nevada miklum sársauka og vonbrigðum en þau trúðu á mig ekki aðeins sem þingmann heldur einnig sem manneskju," sagði Ensign í yfirlýsingunni. 

Ensign hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 2000 og áhrifamaður þar. Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á feril hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...