Fjöldi fylgdist með opinberri aftöku

Yfir þúsund manns fylgdust með þegar sómalskir hermenn grýttu til bana karlmann sem sakfelldur var fyrir að nauðga og myrða 18 ára stúlku í maí á þessu ári. Aftakan fór fram í bænum Wanlaweyn og fylgdust nær allir íbúar með henni.

Maðurinn var grafinn í jörðu upp að hálsi áður en hermennirnir hófu að kasta steinum í hann.

Í síðustu viku voru fjórir menn aflimaðir opinberlega fyrir þjófnað. Tekinn var af þeim hægri handleggur og vinstri fótleggur. Mennirnir voru allir mjög ungir og einhverjir aðeins táningar.

Refsingar í Sómalíu hafa löngum verið gagnrýndar, s.s. af Amnesty International. Samtökin fordæmdu m.a. aftöku á 13 ára stúlku í október sl. Hún var grýtt til bana af um fimmtíu karlmönnum fyrir hórdóm, en stúlkunni hafði verið nauðgað af þremur mönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert