20 hengdir í fjöldaaftöku í Íran

Frá bænastund í Íran
Frá bænastund í Íran Morteza Nikoubazl

Fjöldaaftaka var í Íran í dag þegar 20 manns voru hengdir fyrir fíkniefnasmygl í fangelsi í Karaj, vestur af höfuðborginni.

Að sögn írönsku fréttastofunnar Fars höfðu yfir 700 kíló af efnum, þar á meðal heróíni, kókaíni og ópíumi, alls verið gerð upptæk frá mönnunum 20 sem voru handteknir á síðustu fimm árum.  Mennirnir  sem teknir voru af lífi voru á aldrinum 35 til 48 ára.

Samkvæmt mannúðarsamtökunum Amnesty International voru alls 346 teknir af lífi í Íran á síðasta ári og skipaði landið því annað sætið yfir fjölda dauðarefsinga, næst á eftir Kína.

Það er þó sjaldgæft að svo margir séu teknir af lífi samdægurs í landinu. Stærsta fjöldaaftakan árum saman var þó þann 27. júlí í fyrra þegar alls 29 voru teknir af lífi fyrir ýmsar sakir, þ.á.m. nauðganir, morð og fíkniefnasmygl.

Yfirvöld í Tehran segja að dauðarefsing sé nauðsynleg til að viðhalda almannaöryggi og henni sé aðeins beitt eftir ítarlega réttarfarsmeðferð. Morð, nauðganir, vopnuð rán, fíkniefnasmygl og framhjáhald eru allt glæpir sem varða við dauðarefsingu í Íran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert