Einn helsti arkitekt Víetnam stríðsins

Robert S. McNamara, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, andaðist í morgun 93 ára gamall. McNamara var í embætti varnarmálaráðherra í forsetatíð þeirra Johns. F. Kennedy og Lyndons B. Johnson meðan á Víetnam stríðinu stóð.

McNamara var einn helsti forystumaður Bandaríkjanna hvað stríðsreksturinn í Víetnam varðaði. Hann andaðist í svefni að heimili sínu í Washington í morgun, að því er Washington Post greinir frá. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert