Clinton: N-Kórea á enga vini

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú stödd í Taílandi.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú stödd í Taílandi. Reuters

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea eigi enga vini lengur, sem geti verndað þá gegn tilraunum alþjóðasamfélagsins að binda enda á kjarnorkutilraunir þeirra.

Clinton lét ummælin falla á ráðstefnu Asíuríkja, sem fram fer í Taílandi. Hún segir að það ríki víðtæk sátt um að Norður-Kórea megi ekki eignast kjarnorkuvopn.

Sendifulltrúi Norður-Kóreu á ráðstefnunni sagði að Norður-Kóreumenn myndu ekki taka þátt í sex ríkja viðræðum um kjarnorkumál landsins á nýjan leik.

Þá sagði talsmaður norður-kóreskra stjórnvalda í Pyongyang að Clinton væri „ekki gáfuð“.

Clinton segir að margir innan ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, hafi haft áhyggjur af „ögrandi hegðun“ Norður-Kóreumanna að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...