Drap hunda og seldi fituna

Litlir hvolpar voru á meðal þeirra hundana sem lögreglan fann …
Litlir hvolpar voru á meðal þeirra hundana sem lögreglan fann á bóndabænum. Mynd úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Lögreglan í Póllandi yfirheyrir nú konu sem er grunuð um að hafa fitað hunda og slátrað þeim síðan í þeim tilangi að selja fituna sem heilsuvöru. Lögreglan fann 28 hunda, m.a. St. Bernharðshunda og hvolpa, í búrum á bóndabæ. Þar fundust einnig flöskur fullar af fitu.

Dýraverndunarsamtök gerðu lögreglunni aðvart eftir að hafa heimsótt konuna og keypt af henni „heilsuvöruna“. Bóndabærinn sem er skammt frá Czestochowa í suðurhluta Póllands.

Að sögn samtakanna voru sumir hundana svo feitir að þeir gátu ekki gengið, að því er segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Konan, sem er nú í haldi, er sögð hafa haldið því fram að fitan væri allra meina bót. Hún hafi t.d. daglega bætt fitunni út í kvöldmat dóttur sinnar.

Hálfur lítri af fitunni var seldur á 37 evrur (um 6.600 kr.).

Verði konan fundin sek gæti hún átt von á því að verða dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir illa meðferð á dýrum.

Málið er í rannsókn .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert