Hawking fær Frelsisorðuna

Stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking var í dag í hópi 16 manna sem fengu Frelsisorðuna, æðstu orðu sem Bandaríkjaforseti veitir almennum borgurum. Leikarinn Sidney Poitier og Sandra Day O'Connor, fyrsta konan til að sitja í Hæstarétti Bandaríkjanna, fengu einnig orðuna úr hendi Baracks Obama.

Þá fékk Desmond Tutu, einn helsti baráttumaðurinn gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku, orðuna úr hendi forsetans.

Mary Robinson, fyrsta konan til að verða forseti Írlands, fékk orðuna og hefur heyrst gagnrýni úr röðum gyðinga á þá ráðstöfun vegna meintrar andtöðu hennar við gyðinga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert