Hóta að beita kjarnavopnum

Mótmælafundur gegn kjarnorkubrölti N-Kóreumanna í höfuðborg S-Kóreu
Mótmælafundur gegn kjarnorkubrölti N-Kóreumanna í höfuðborg S-Kóreu JO YONG-HAK

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa fordæmt heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna sem hefjast á morgun í Suður-Kóreu. Sögðust þau myndu þurrka ríkin út ef þau ógnuðu kommúnistaríkinu norðan landamæranna. Norður Kórea fordæmir reglulega æfingar af þessu tagi og kallar þær undirbúning að innrás og kjarnorkuárásum á ríkið.

„Muni bandarísku heimsvaldasinnarnir og hópur Lee Myung-bak [forseta Suður-Kóreu] ógna Norður-Kóreu með kjarnavopnum munum við svara fyrir okkur með kjarnavopnum,“ er haft eftir Norður-Kóreskum hershöfðingja.

Suður-kóreski herinn telur um 670.000 hermenn og í landinu eru 28.500 bandarískir hermenn til liðsauka. Her norðanmanna stendur saman af 1.2 milljónum hermanna en hann er sagður illa búinn og ekki talinn geta staðið upp í hárinu á nágrönnum sínum og bandamanni þeirra.

Tæknilega geysar enn stríð milli nágrannaríkjanna en aldrei var samið um frið eða vopnahlé í Kóreustríði áranna 1950-1953.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert