Zhao heimsækir Norður-Kóreu

Zhao Leji.
Zhao Leji. AFP/Wang Zhao

Þriðji æðsti embættismaður Kína, Zhao Leji, mun heimsækja Norður-Kóreu í þessari viku.

Stjórnvöld landanna tveggja greindu frá þessu í dag. Tilefnið er diplómatísk samskipti þeirra til 75 ára.

Heimsóknin stendur yfir frá 11. til 13. apríl.

Kína er mikilvægasti bandamaður og efnahagslegi stuðningsaðili Norður-Kóreu. Samskipti landanna styrktust í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar.

Einungis forseti Kína, Xi Jinping, og forsætisráðherrann Li Qiang eru æðri embættismenn en Zhao.

Xi Jinping, forseti Kína, (til vinstri) og Zhao Leji.
Xi Jinping, forseti Kína, (til vinstri) og Zhao Leji. AFP/Grek Baker
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert