Unglingi sleppt úr Guantánamóbúðunum

Fangabúðirnar við Guantánamoflóa.
Fangabúðirnar við Guantánamoflóa. Reuters

Einum af yngstu föngunum í Guantánamo fangabúðum Bandaríkjamanna hefur verið sleppt úr haldi og er hann farinn heim til Afganistans. Pilturinn, sem er 19 ára, var handtekinn þar árið 2002 þegar hann var 12 ára.

Mohammed Jawad var sakaður um að hafa sært tvo bandaríska hermenn og túlk þeirra með því að kasta handsprengju að bíl sem þeir voru í.

Bandarískur herréttardómari úrskurðaði hins vegar á síðasta ári, að sönnunargögnin gegn Jawad væru ekki dómtæk.

Þá fyrirskipaði Ellen Huvelle, héraðsdómari í Bandaríkjunum, í júlí að Jawad skyldi látinn laus og sagði að málareksturinn gegn honum væri hneykslanlegur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert