Farþegabátur sökk í Makedóníu

Að minnsta kosti tugur manns lét lífið þegar farþegabátur sökk á Ohridvatni í suðvesturhluta Makedóníu í morgun. Um 50 farþegar voru í bátnum, aðallega búlgarskir ferðamenn.

Ekki er vitað hvers vegna báturinn sökk en hann var þá um 200 metra frá ströndinni, að sögn fjölmiðla í Makedóníu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka