Danir beri ekki dönsk tákn í útlöndum

Reuters

Hættan á að Dönum verði rænt í vissum heimshlutum þykir nú svo mikil að danska leyniþjónustun hefur í samráði við danska iðnrekendur beðið dönsk fyrirtæki og einstaklinga um að nota ekki dönsk tákn, eins og til dæmis fána og merki, í viðkomandi löndum.

Hætta á að lenda í klóm mannræningja þykir sérstaklega mikil í Afganistan og Pakistan og á vissum stöðum í Miðausturlöndum auk N- og A-Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert