Hitnar í kolunum í Hondúras

Stuðningsmaður Manuels Zelayas, fyrrverandi forseta Hondúras, lést þegar fylgismönnum Zelayas lenti saman við óeirðalögreglu. Forsetinn, sem hrakinn var frá völdum, hefst nú við í brasilíska sendiráðinu í höfuðborginni Tegucigalpa.

Zelaya var fluttur í járnum úr landinu 28. júní sl. eftir að valdagræðgi hans þótti keyra fram úr hófi.

Luiz Inacio Lula Da Silva Brasilíuforseti krafðist þess á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að Zelaya fái að snúa aftur í samræmi við vilja alþjóðasamfélagsins, en sá síðarnefndi hafði hallast að Hugo Chavez, forseta Venesúela, áður en hann var hrakinn úr embætti.

Á meðan halda óeirðir áfram og hafa óeirðaseggir látið greipar sópa í stórmörkuðum og verslunum þrátt fyrir útgöngubann í höfuðborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert