Obama í Bella Center

Barack Obama og Michelle Obama í Bella Center í morgun. …
Barack Obama og Michelle Obama í Bella Center í morgun. Michelle er formaður sendinefndar Chicago á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar. Reuters

Fjöldi fólks er utan við Bella Center í Kaupmannahöfn í þeirri von að sjá Barack Obama, Bandaríkjaforseta, bregða fyrir. Obama kom með flugvél sinni til Kaupmannahafnar klukkan 6 að íslenskum tíma í morgun og ávarpaði síðan fund Alþjóðaólympíunefndarinnar, sem haldinn er í dönsku ráðstefnuhöllinni.

Obama er í Danmörku til að tala máli Chicago sem sækist eftir að halda ólympíuleikana árið 2016. Alþjóðaólympíunefndin mun síðdegis tilkynna hvaða borg verður fyrir valinu en auk Chicago er um að ræða Madrid, Ríó og Tókíó.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert