Spænskum fiskibáti rænt

Sómalskir sjóræningjar rændu í morgun spænskum fiskibátu undan strönd Sómalíu. Að sögn starfsmanns stofnunar í Kenýa, sem fylgist með athöfnum sjóræningja, er ekki vitað með vissu hvar báturinn er nú.

Spænskur embættismaður sagði við AFP fréttastofuna, að báturinn Alakrana hefði sent frá sér neyðarkalla í morgun. Annar fiskibátur hefði heyrt neyðarkallið og látið freygátu, sem er á svæðinu á vegum Evrópusambandsins, vita.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert