Gríðarlegt kosningasvindl

Liðsmaður frönsku Útlendingahersveitarinnar á verði skammt frá Kabúl.
Liðsmaður frönsku Útlendingahersveitarinnar á verði skammt frá Kabúl. Reuters

Peter Galbraith, fyrrverandi diplómati á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl segir að nær þriðja hvert atkvæði sem Hamid Karzai fékk í forsetakosningunum í ágúst, hafi verið falsað. Samkvæmt opinberum tölum var Karzai með um 54% atkvæða en verið er að endurtelja í mörgum kjördæmum.

 Galbraith, sem er Bandaríkjamaður, var nýlega rekinn úr embætti vegna ágreinings við Norðmanninn Kai Eide, yfirmann sendinefndar SÞ í Afganistan. Galbraith réðst í bréfi til Ban Ki-moons, framkvæmdastjóra SÞ, sem lekið var  í The New York Times, harkalega á Eide, sagði að framkvæmd kosninganna hefði verið ,,skelfilegt slys" og Eide hefði ekki gert neitt til að stöðva svindlið.

Gríðarlegt svindlið hefur að sögn Galbraiths fært  talíbönum ,,stærsta sigur sem þeir hafa unnið í átta ára baráttu gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Afganistan."  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert