Eftirlýstur þáttastjórnandi horfinn

Wallace Souza
Wallace Souza

Lögreglan í Brasilíu segir að stjórnanda sakamálaþáttar, sem sakaður er um að hafa fyrirskipað morð til að draga fleiri áhorfendur að skjánum, sé saknað eftir að handtökuskipun var gefin út.

Wallace Souza hafði notið friðhelgi vegna starfa sinna sem þingmaður en það breyttist í síðustu viku þegar hann var rekinn. Hans er nú leitað og hefur eftirlit á flugvöllum og vegum í nágrenni borgarinna Manaus verið hert.

Það vakti heimsathygli fyrir skömmu þegar lögreglan ásakaði Souza um að tengjast fíkniefnasmygli og fyrirskipa morð til að auka vinsældir sjónvarpsþáttar síns. Souza hefur ekki verið kærður en hann neitaði ásökununum. 

Eftir að Souza var rekinn af þingi virðist hann hafa flúið, þar sem handtökuskipunin var gefin út um leið og ljóst var að hann nyti ekki lengur friðhelgi. Yfirvöld segja að Souza hafi fyrirskipað morð á keppinautum sínum en hann nýtti glæpina jafnframt í sjónvarpsþátt sinn um sakamál. Það vakti tortryggni að tökulið þáttarins mætti jafnan á vettvang á undan lögreglunni og náði þannig að tryggja sér gott myndefni.

Souza hafnar öllum ásökunum og segir að pólitískir andstæðingar séu að reyna að koma óorði á sig. Lögreglan virðist þó ekki geta haft uppi á honum, þrátt fyrir ítarlega leit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert