1,5 milljón barna deyr vegna niðurgangs

Ein og hálf milljón barna undir eins árs aldri deyr …
Ein og hálf milljón barna undir eins árs aldri deyr árlega vegna niðurgangs STRINGER SHANGHAI

Niðurgangur er enn dánarorsök 1.500.000 barna undir eins árs aldri árlega, að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna – UNICEF. Hrynt var af stað herferð gegn meininu í dag.

„Það er harmleikur að niðurgangur, sem þýðir lítið annað en óþægindi í hinum þróaða heimi, skuli drepa á að giska 1,5 milljón barna á ári,” segir Ann Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF.

„Ódýrar og áhrifaríkar meðferðir við niðurgangi eru til, en í þróuðum löndum fá aðeins 39% barna með niðurgang, þá læknismeðferð sem mælt er með.” Um 18% allra dauðsfalla meðal barna undir 5 ára aldri má rekja til niðurgangs sem í flestum tilfellum orsakast af menguðu vatni eða sýkingum.

Herferðin sem hrundið var af stað í dag kynnir sjö skrefa áætlun til að koma í veg fyrir niðurgang og hvernig á að meðhöndla sjúkdóminn, þ.á.m. aðferðir til að hindra vökvatap, hvatningu til mæðra að gefa brjóst og áminning um mikilvægi handþvotta.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa um 50 milljón barna bjargast þökk sé ódýrri meðferð í gegnum salttöflur sem koma jafnvægi á vökvabúskap líkamans, en þessi meðferð hefur verið til staðar í yfir 25 ár.

Sú einfalda athöfn að þvo á sér hendurnar getur dregið úr tíðni niðugangs um allt að 40%. WHO segir niðurgang vera sjúkdóm sem verði útundan hjá þeim löndum sem veita neyðaraðstoð til fátækra landa. Í ofanálag viðurkenna fátæk lönd vandann, en kjósa hinsvegar að láta framlög renna til annarra sjúkdóma að sögn WHO.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert