Tala látinna hækkar eftir lestarslys

Talið er að á þriðja tug manna hafi farist og svipaður fjöldi slasast þegar tvær hraðlestir rákust saman nærri bænum Agra á Indlandi í nótt. Önnur lestin rakst aftan á hina á miklum hraða eftir að farþegi hafði gripið í neyðarhemla á hinni síðarnefndu.

Að sögn vitna féllu margir farþegar á lestarteinanna við áreksturinn. Í aftasta vagninum á kyrrstæðu lestinni voru sæti fyrir fatlaða. Sá vagn skemmdist mjög mikið.

Um þrjú hundruð slys verða í tengslum við lestarferðir á Indlandi ár hvert, en 19 milljónir manna notast við lestir á Indlandi dag hvern.

Þetta er mannskæðasta lestarslysið í Indlandi frá febrúar sl. þegar minnst sextán létust og sextíu slösuðust. Þá fóru tólf vagnar farþegalestar af teinunum í austur Indlandi.

Frá vettvangi lestarslyss á Indlandi.
Frá vettvangi lestarslyss á Indlandi. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert