Flugvélin tók völdin

Flugvél frá flugfélaginu Rwandair í Rúanda lenti í óvenjulegu óhappi á flugvellinum í Kigali þegar hún lenti á flugstöðvarbyggingunni og stjórnklefinn fór í gegnum vegginn og inn í setustofu. Einn farþegi lét lífið og níu slösuðust.

Flugmaður vélarinnar tilkynnti um bilun í vélinni um tveimur mínútum eftir að hún fór á loft frá flugvellinum. Vélin lenti því aftur á vellinum og allt gekk að óskum þar til flugvélinni hafði verið ekið á stæði við flugstöðvarbygginguna. Þá fór hún skyndilega af stað á talsverðri ferð, tók sveig til hægri og lenti á flugstöðvarbyggingunni. 

Að sögn Jack Elk, starfandi forstjóra Rwandair, er talið að bilun hafi orðið í stjórntækjum vélarinnar þannig að bensíngjöfin fór í botn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert