Öreindahraðallinn aftur í gang

Vísindamenn skoða tölvuskjái í stjórnstöð öreindahraðalsins, Large Hadron Collider, í …
Vísindamenn skoða tölvuskjái í stjórnstöð öreindahraðalsins, Large Hadron Collider, í Sviss. CHRISTIAN HARTMANN

Stærsti öreindahraðall í heimi, CERN, sem staðsettur er í Sviss var gangsettur að nýju í dag. Hann hefur ekki verið notaður síðan í september 2008, vegna tæknilegra vandamála. Þetta kom fram í tilkynningu frá evrópsku kjarnorkurannsóknastofnuninni í dag.

„Fyrstu prófanir á öreindum byrjuðu um klukkan fjögur [þrjú að íslenskum tíma] í dag," er haft eftir James Gillies, talsmanni stofnunarinnar.

Hann sagði að prófanirnar hefðu staðið yfir í eitt sekúndubrot, sem er nægur tími til að skjóta öreindunum heilan eða hálfan hring eftir hraðlinum, sem er að stærstum hluta stór niðurgrafin göng sem liggja í hring. Öreindarhraðallinn er gífurlega stór mannvirki, en hringurinn er 27 kílómetrar að ummáli. Hann er við frönsku landamærin, nálægt Genf.

Þegar hraðallinn var settur í gang á síðasta ári spáðu sumir því að hann myndi orsaka heimsendi, þar sem efni myndi byrja að falla saman í honum og mynda svarthol. Vísindamenn vísuðu því hins vegar á bug og sögðu það fræðilega ómögulegt. Ekki  hefur orðið af heimsendi enn, svo vitað sé til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert