Aserar tilbúnir í stríð við Armena

Úr myndasafni. Armenar á mótmælafundi halda fram yfirráðum síns lands …
Úr myndasafni. Armenar á mótmælafundi halda fram yfirráðum síns lands yfir Nagorno Karabak. DAVID MDZINARISHVILI

Forseti Aserbaídjan, Ilham Aliyev, hefur varað nágranna sína í Armeníu við því að hann sé tilbúinn til að beita valdi til þess að setja niður deilur um héraðið Nagorno Karabak. Hann segir að viðræðurnar, sem hefjast eiga í München í Þýskalandi í dag, séu eina vonin um að deilan verði leyst friðsamlega.

Brothætt vopnahlé hefur verið í gildi í héraðinu síðan á tíunda áratugnum, þegar þar braust út blóðugt stríð á milli ríkjanna tveggja. Armenar hafa yfirráð yfir Nagorno Karabak sem stendur. Aliyev segist hins vegar ekki hafa neinn annan möguleika en að beita ofbeldi ef viðræðurnar beri ekki árangur.

„Við eigum fullan rétt á því að frelsa land okkar með hervaldi,” sagði hann.
30.000 manns dóu í stríðinu sem braust eftir að héraðið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Það  hérað og sjö önnur þar í kring, sem sögulega gætu talist tilheyra Aserbaídsjan, hafa verið undir stjórn Armena síðan Rússar komu á vopnahléi árið 1994.

Fréttaritari BBC í Nagorno Karabak, segir að Aliyev sé að taka sterkar til orða en nokkru sinni áður, þar sem viðræðurnar séu mjög krítískar.

Viðræðurnar verða þær fyrstu síðan Armenía og Tyrkland, sem stutt hefur Aserbaídsjan í deilunni, tóku aftur upp stjórnmálasamband. Sú þróun hefur orðið til þess að Aserbaídsjan hefur einangrast í deilunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert